Súðavíkurhlíð lokuð

Vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokaður.

Nú fyrir skömmu féll allstórt snjóflóð úr Súðavikurhlíð og yfir veginn. Ekki verður hugað að opnum vegarins fyrr en í fyrramálið.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum sem birt er á facebook fyrir nokkrum mínútum.

Þar segir að verði einhver vegfarandi innlyksa í Súðavík er honum boðið að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í gegnum Neyðarlínuna (112).

Á vef Vegagerðinnar kemur fram að ófært er um Hálfdán, Mikladal og yfir á Rauðasand. Þá er ófært norður í Árneshrepp.

DEILA