M.Í.: Kaldrananeshreppur ekki með í verkmenntahúsi

Menntaskólinn á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps afgreiddi 15. janúar erindi frá Vestfjarðastofu varðandi aðild sveitarfélaganna að nýju verkmenntahúsi við Menntaskólann á Ísafirði.

Fyrir liggja drög að samningi milli ríkisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum um byggingu 850 fermetra verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði. Gert er ráð fyrir að ríkið greiði 60% kostnaðar en sveitarfélögin 40%.

Áætlaður kostnaður viðhúsið er 477 – 715 m.kr. og 40% hlutur sveitarfélaganna á Vestfjörðum því 191 – 286 m.kr. Hlutur Kaldrananeshrepps er 1,43% eða 2,7 – 4,1 m.kr.

Niðurstaða sveitarstjórnarinnar var að hún sér sér ekki fært um að taka þátt í umræddu verkefni að svo stöddu.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps mun taka erindið fyrir á morgun, föstudag. Hlutur Súðavíkur er 6 – 9 m.kr.

Bæjarráð Bolungavíkur tók erindið fyrir á þriðjudaginn en aðeins til kynningar.

Bæjarráð Vesturbyggðar hélt fund á þriðjudaginn en málið var ekki á dagskrá.

DEILA