Ísafjarðarbær: launakostnaður 2023 var 3.475 m.kr.

Launakostaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 nam 3.475 millj. kr. samanborið við áætlun upp á 3.445 millj.
kr. Launakostnaðurinn varð 30 millj.kr. yfir áætlun eða 0,9% samkvæmt yfirliti deildarstjóra launadeildar.

Alls voru stöðugildi út frá mánaðarlaunum 274. Helstu frávikin voru í velferðarmálum,í fræðslumálum og hjá hafnarsjóði.

Á velferðarsviði var launakostnaður 5,7% undir áætlun eða 41 m.kr. Í fræðslumálum var launakostnaður hins vegar 3% hærri en áætlunin gerði ráð fyrir eða um 47 m.kr. og hjá hafnarsjóði var kostnaðurin 12 m.kr. yfir áætlun eða 5,3%.

Innan velferðarsviðsins varð launakostnaður við búsetu Pollgötu 31 m.kr. undir áætlun eða um 21% og skammtímavistun varð 33% undir áætlun eða 3 m.kr. Kostnaðurinn við yfirstjórnin varð heldur hærri eða 6% yfir áætlun eða tæplega 3 m.kr.

Í fræðslumálum voru helstu frávikin að launakostnaðurinn við Grunnskólann á Ísafirði varð 570 m.kr. sem er 16 m.kr. yfir áætlun og 92 m.kr. við Grunnskólann á Þingeyri sem var tæplega 11 m.kr. umfram áætlaðan launakostnað. Tjarnarbær á Suðureyri varð hins vegar 12% undir áætlun með 54 m.kr. Í heildina varð launakostnaðurinn 1.446 m.kr. sem er 23 m.kr. yfir áætlun.

DEILA