49.870 Íslendingar búsettir erlendis

Kaupmannahöfn.

Þann 1. desember 2023 voru 49.870 Íslendingar með lögheimili erlendis.

Flestir voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili.

61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum.

Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 104 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2023.

Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. 

Á töflunni að neðan má sjá þau 10 lönd sem flestir Íslendingar búa í og þróun fjöldans frá 2004.

Alls voru 74.654 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. janúar sl. Það eru nærri 25 þúsund fleiri en Íslendingarnir sem eru búsettir erlendis. Fyrir rúmum 4 árum, 1.desember 2019 voru erlendu ríkisborgararnir 49.347. Fjölgunin er 25.307 á þessum tíma.

DEILA