Teigskógur: nýr vegur opnaður fyrir umferð í gær

Kort af vegagerðinni. Mynd: reykholar.is

Vegagerðin opnaði í gær nýja veginn um Teigskóg, út Þorskafjörð og inn Djúpafjörð eins og áður hafði verið grein frá á vef Bæjarins besta. Er komið bundið slitlag á allan veginn. Er nú ekið framhjá Hjallahálsi og því einum fjallveginum færra. Hefur Hjallahálsi verið lokað. Er nú aðeins kaflinn yfir Ódrjúpgsháls eftir með malarslitlagi á leiðinni Reykjavík til Patreksfjarðar, líklega um 9 km kafli.

Búið er að undirritað samninga um fyllingar að brúm yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og að þremur árum liðnum er áformað að hægt verði að aka nýjan veg frá Melanesi að Hallsteinsnesi.

DEILA