Teigskógur: umferð hleypt á 1. desember

Nýi vegurinn um Teigskóg. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Stefnt er að því að hleypa umferð á veginn um Teigskóg 1. desember næstkomandi og þá verður hægt að aka um Þorskafjörð og inn Djúpafjörð framhjá Hjallahálsi. Sigurþór Guðmundsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni segir að komið sé bundið slitlag, en þó ekki tvöfalt alla leiðina. Vegrið eru ekki öll komin en verið er að klára að setja þau upp.

Þá er stefnt að því að undirrita samninga í næstu viku um fyllingar í Gufufirði og Djúpfirði sem boðnar voru út nýlega. Verktaki verður Borgarverk ehf, en tilboð þeirra var um 70% af kostnaðaráætlun.

Á Dynjandisheiði er búið að opna 4 km kafla frá Nordalsá að Vatnahvilft fyrir umferð og fyrra slitlag er komið á hann. Í desember er ætunin að opna annan nýjan vegarkafla með malarslitlagi frá Vatnahvilft og niður fyrir Botnshestinn. Verktaki þar er Suðurverk.

DEILA