Sylvía Lind með tónleika í Hömrum

Sylvía Lind Jónsdóttir er fædd og uppalin á Flateyri. Hún hefur stundað söngnám frá unglingsaldri við Tónlistarskóla Ísafjarðar og heldur núna kveðjutónleika þar sem hún heldur á vit nýrra ævintýra eftir áramótin.

Sylvía Lind hefur tekið þátt í undankeppnum Samfés, verið fulltrúi Menntaskólans á Ísafirði í söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt því að taka þátt í Idol.

Hún lék í tveimur sýningum á Sólrisuleikritum MÍ, Ekki um ykkur og Rocky Horror Picture Show.
Sylvía Lind hefur verið syngjandi allt frá barnæsku og komið fram við ýmiss konar tækifæri.

Á þessum kveðjutónleikum sem fram fara í Hömrum laugardaginn 9. desember kl. 20 flytur hún nokkur af sínum uppáhaldslögum og fær til sín góða gesti sem taka lagið með henni.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

DEILA