Patreksfjörður: Slysavarnardeildin Unnur með námskeið í fyrstu hjálp

Félagskonur í Slysavarnardeildinni Unni á Patreksfirði eru ekki þekktar fyrir að sitja auðum höndum en nú á dögunum bauð deildin upp á námskeið í fyrstu hjálp. Það voru 14 vaskar félagskonur sem sátu 12 tíma námskeið í fyrstu hjálp. Á námskeiðinu var lögð áhersla á hvað ber að hafa í huga þegar komið er að slysi, skoðun og mat á slösuðum eða veikum einstakling og hvaða skyndihjálp sé rétt að beita þar til frekari aðstoð berst.

DEILA