Jólatónleikar karlakórsins Ernis

Karlakórinn Ernir á tónleikum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nú í lok vikunnar heldur Karlakórinn Ernir sína árlegu aðventutónleika í þremur byggðakjörnum hér á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrstu tónleikarnir verða í Félagsheimilinu á Þingeyri fimmtudaginn 7. desember kl. 20:00. Sunnudaginn 10. desember verða tvennir tónleikar, fyrst í Félagsheimilinu í Bolungarvík kl. 13:00 og svo í Ísafjarðarkirkju kl. 17:00.

Efnisskráin er að vanda fjölbreytt og jólaleg og ætti að kalla fram hátíðarandann í flestum. Stjórnandi er Jóngunnar Biering Margeirsson og meðleikari er Judy Tobin.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis í boði allmargra fyrirtækja á svæðinu.

DEILA