Gamlársdagur: aftansöngur á Ísafirði og í Bolungavík

Hólskirkja. Mynd: Þjóðkirkjan.

Á gamlársdag kl. 17:00 verður aftansöngur í Ísafjarðarkirkju. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Judith Pamela Tobin leikur á orgelið.

Prestur er sr. Magnús Erlingsson.

Á sama tíma verður aftansöngur í Hólskirkju í Bolungavík.

Fjölnir Ásbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Bolungarvíkur syngur undir stjórn Guðrúnar B. Magnúsdóttur organista.

Hátíðarsöngvar sr. Bjarna og glæný gamlársprédikun með jólalegu ívafi.

DEILA