Edinborgarhúsið: hátíðartónleikar á morgun, laugardag

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetningum með hljómsveit sinni, LÓN í Edinborgarhúsinu laugardaginn 2. desember. Sérstakur gestur er söngkonan Rakel Sigurðardóttir.

Jólaplatan „5 mínutur í jól“ kom út í desember í fyrra og vann sig heldur betur í hjörtu hlustenda. Nú gefst fólki tækifæri til að heyra plötuna flutta á svið í Edinborgarhúsinu.

Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Tryggið ykkur miða hér!

DEILA