Edinborg: jólasveinninn kemur á jólahátíð pólska félagsins

Næsta laugardag verður pólska félagið á Vestfjörðum með jólahátíð í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þar mun jólasveinninn koma í heimsókn. Hátíðin hefst kl 16.

Pólska félagið var endurvakið fyrir skömmu eftir nokkurra ára hlé og er þetta fyrsti viðburðurinn sem félagið stendur fyrir. Markmiðið er að styrkja tengslin við aðra landsmenn og kynna menningu Pólverja fyrir öðrum.

Hægt er að fylgjast með á facebook síðu félagsins:

https://www.facebook.com/profile.php?id=100070905255720

DEILA