Bjartur lífsstíll fær 30 milljónir

Á myndinni má sjá Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara, Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lárus L. Blönda, forseta ÍSÍ.

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, og mennta- og barnamálaráðherra, hafa styrkt verkefnið Bjartur lífsstíll um 30 milljónir króna.

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Markmiðið er að auka lífsgæði eldra fólks um land allt í gegnum markvissa hreyfingu og auka líkur á að fólk geti búið lengur í heimahúsum. 

Fyrr á árinu fór fram ráðstefna um hreyfiúrræði fyrir 60+ undir merkjum Bjarts lífsstíls. Markmið hennar var að búa til vettvang fyrir þjálfara, skipuleggjendur og annað starfsfólk sem kemur að heilsueflingu fólks 60 ára og eldri. 

Á næsta ári verður meðal annars lögð áhersla á samstarf við verkefnastjórn Gott að eldast sem er aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum eldra fólks. Ein af aðgerðunum í áætluninni snýr einmitt að alhliða heilsueflingu eldra fólks. 

DEILA