Aron Ottó syngur óperuaríur í Hömrum

Á hádegistónleikum á morgun 15. des. 2023, kl. 12, syngur Aron Ottó Jóhannsson óperuaríur eftir Mozart og Verdi við píanóleik móður sinnar Beu Joó.

Aron Ottó er 26 ára bassasöngvari. Hann sigraði í Vox Domini söngkeppni Félags ísl. söngkennara árið 2017 og árið 2018 fékk hann sérstök verðlaun í József Simándy International Söngkeppninni.

Hann hóf háskólanám við Tónlistardeild háskólans í Szeged árið 2018, sem nemandi István Andrejcsik og útskrifaðist sem árið 2021. Hann fékk síðan inngöngu í óperudeild Ferenc Liszt tónlistarakademíunni, undir leiðsögn Péter Fried.

Að undanförnu hefur hann sungið nokkur hlutverk á sýningum ungversku ríkisóperunnar, t.d. Ede Poldini sem András í Karnivalbrúðkaupinu, Araldo í óperunni Otello eftir Verdi og æðsta prestinn Baal í Nabucco. Auk þess lék hann Pinellino í Gianni Schicchi eftir Puccini í uppsetningu fyrir börn.

DEILA