Vel heppnuð sviðaveisla Bása

Sviðaveisla Bása var haldin þann 28. október síðastliðinn og er óhætt að segja að hún hafi tekist í einu orði sagt, stórkostlega. Húsfyllir var og tóku gestir vel til matar síns af þeim veigum sem í boði voru. En eins og nafnið gefur til kynna voru í boði hinar ýmsu útfærslur af sviðum. Má þar meðal annars nefna ný, reykt og passlega slegin svið.

Einnig voru í boði tvær gerðir af sviðum með tælensku ívafi, mild bragðgóð svið en jafnframt extra sterk svið og gerðu veislugestir sem þau smökkuðu að þeim góðan róm. Mörg fyrirtæki hér í Ísafjarðarbæstyrktu klúbbinn um góðar gjafir og var haldið uppboð á þeim sem skilaði góðum árangri. Þakkar klúbburinn þessum fyrirtækjum kærlega fyrir.

Vill Kiwanisklúbburinn Básar líka þakka innilega öllum þeim sem mættu á þessa sviðaveislu fyrir þeirra stuðning og þá góðu stemningu sem veislugestir mynduðu. Þessi árlega sviðaveisla er aðal fjáröflunarleið klúbbsins og miðað við hvernig til tókst með þessa veislu geta allir verið glaðir, bæði þeir gestir er mættu sem og klúbbfélagar.

DEILA