Súðavíkurhlíð: 474 m.kr. síðustu 10 ár

Frá Súðavíkurhlíð. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Súðavíkurhlíð hefur verið lokuð frá 36 klst upp í 329 klst. á ári síðustu 10 árin. Lokað hefur verið mest 28 daga að einhverju leyti. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar við fyrirspurn frá Teiti Birni Einarssyni,alþm. um Súðavíkurhlíð sem dreift hefur verið á Alþingi.

Teitur Björn spurði einnig um hver hefði verið  kostnaður Vegagerðarinnar vegna viðhalds, viðbóta og moksturs á veginum við Súðavíkurhlíð. Ekki er talinn kostnaður við holuviðgerðir og annað minna viðhald sem er ekki skipt eftir vegarköflum.

Alls hefur kostnaðurinn verið 474 m.kr. á þessu tímabili, mest við snjóflóðavarnir 199 m.kr. Vetrarþjónustan hefur kostað 117 m.kr.

DEILA