Slys á Seljalandsdal

Í dag kl 14:30 voru björgunarsveitir á Ísafirði og Hnífsdal kallaðar út vegna slyss á Seljalandsdal. Þar höfðu 2 einstaklingar verið að renna sér á snjóþotum, farið fram af hengju og féllu niður.

Vel gekk að komast að þeim slösuðu og hlúa að þeim, en grunur var um fótbrot hjá báðum aðilum.

Þeir voru fluttir í bíl björgunarfólks á börum, og svo fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.

Aðgerðin gekk vel, samstarf og samvinna viðbragðsaðla, lögreglu, sjúkraflutningamanna og björgunarsveitarfólks góð.

DEILA