Hnallþórukaffi á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu á sér stað 16. nóvember og af því tilefni býður Háskólasetur Vestfjarða og Gefum íslensku séns í Hnallþórukaffi í Háskólasetri Vestfjarða þann daginn klukkan 17:30.

Það verður að teljast viðeigandi að hittast þá og borða gómsætar kökur. Hin eina sanna Gunna Sigga sér um kökugerð. Það er jafnframt mjög viðeigandi að drekka kaffi og spjalla saman. Kannski má svo spjalla um ljóðlist eða gera ljóð saman í ljóðasmiðju. Það er viðeigandi. Einnig telst viðeigandi á þessum degi að tala um tungumálið. Nota tungumálið. Það er og viðeigandi að móðurmálshafar leiði hugann að því hvernig þeir geti hjálpað til við máltileinkun innflytjenda, þeirra sem læra málið.  

Það verður svo að teljast mjög, mjög, mjög viðeigandi að skáldið Helen Cova lesi ljóð sín fyrir okkur og kynni verk sín á þessum degi.

Þetta og meira til verður á dagskrá í Háskólasetrinu á þessum merkisdegi.

Dagur íslenskrar tungu. Við erum öll, móðurmálshafar, málhafar og málnemar, framtíð íslenskrar tungu. Við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálina málinu til heilla.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin!

En vinsamlega sendið okkur línu ef þið sjáið ykkur fært að koma í gegnum islenska(hja)uw.is eða staðfestið í gegnum viðburðin á FB: HNALLÞÓRUKAFFI á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU! -Helen Cova les ljóð | Facebook.  Það er upp á veitingar að gera.

Ef þið svo viljið kynna ykkur Helen Covu er það hægt hér: https://www.helencova.com/

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson,

verkefnastjóri Gefum íslensku séns

DEILA