Háafell: ferskvatnsdæling í kvíar fækkar fiskilús

Frá Vigurál. Mynd: Haafell

Háafell hefur að undanförnu unnið að tilraun með noktun á ferskvatni til þess að fækka fiskilús á eldislaxi. Í nokkrum kvíum fyrirtækisins í Vigurál í Ísafjarðardjúpi verið settur dúkur innan á niður í 2,5 metra og svo dælt köldu ferskvatni í kvína. Vatnið flýtur þá ofan á sjónum. Fiskurinn er svo lokkaður upp í ferskvatnslagið í kvínni með fóðrun. „Hafa niðurstöðurnar bent til að aðgerðin hafi hjálpað til og fiskilúsinni hefur fækkað. Enn er þó álag á hluta hópsins af völdum fiskilúsar þrátt fyrir að þeim hafi fækkað umtalsvert.“ segir í tilkynningu Háafells um tilaunina.

Einnig hefur verið reynt að nota hrognkelsi til að éta fiskilús af laxi í tæpum helmingi kvía og sýndi tilraunin marktækan mun (um 50% minni) í fjölda fiskilúsa í samanburðir kvíar þar sem ekki voru hrognkelsi í Vigurál. „Hrognkelsin skiluðu því árangri og hafa þrifist vel.“

Fjöldi laxaseiða í hverri kví sem sett voru út í Vigurál voru færri en almennt hefur tíðkast og hefur það reynst vel segir í tilkynningunni.

Lítið sem ekkert hefur verið af laxalús í Ísafjarðardjúpi en Háafell segir að laxalúsaálagið á sunnanverðum Vestfjörðum síðustu vikur og mánuði sem komið hefur niður á velferð fisksins auki á fjölda laxalúsalirfa í umferð. „Ekki er ólíklegt að laxalús af sunnanverðum Vestfjörðum sé farin að berast hingað norður í Djúp með hafstraumum en jafnframt er ekki hægt að útiloka mögulega útbreiðslu eftir öðrum leiðum.“

aukin merki um laxalús í Kofradýpi

Þá segir að merki séu um meira laxalúsaálag í Kofradýpi utan Álftafjarðar „nú síðustu viku en fyrri reynsla er af. Ekki er um mikið magn að ræða en í ljósi almennrar varúðar hefur dýralæknir Háafells, í samráði við fosvarsmenn fyrirtækisins fengið heimildt MAST til að nota Slice fóður með virka efninu Emamectin benzoat sem draga á allverulega úr lúsaálagi á laxinum í Kofradýpi. Rannsókn (Burridge et al. 2010) um lyfjaleifar í botnseti í kjölfar gjafar með slíku fóðri er að notkunin hafi ekki varanleg neikvæð áhrif á vistkerfið við kvíarnar. Jafnframt ber að hafa í huga að verið er að tryggja sem bestu velferð laxsins í gegnum allan lífsferilinn.“

DEILA