Bíldudalur: vilja byggja nýjan skóla

Bíldudalskóli.

Bæjarráð Vesturbyggðar ræddi á síðasta fundi sínum húsnæðismál grunn- og leikskóla á Bíldudal.

Allt skólahald var í fyrra flutt í annað húsnæði eftir að eftir að í ljós kom töluverður raki og myglublettir á takmörkuðum svæðum í Bíldudalsskóla.

Fyrir bæjarráðið voru lagðir fram tveir kostir sem eru til staðar varðandi framtíðarskipulag Bíldudalsskóla

a) Byggt verði nýtt húsnæði fyrir skólann eða

b) Viðgerðir á Bíldudalsskóla við Dalbraut 2 og breytingar á húsnæðinu til að það uppfylli nútíma kennsluhætti

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að tillögu að nýbyggingu fyrir leik- og grunnskóla á Bíldudal (tillögu a) og gera tillögu að starfshóp sem vinna mun að endanlegri útfærslu. Fjármögnun vísað áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2024 – 2027.

DEILA