Arngerðareyri til sölu

Fasteignasala Vestfjarða hefur auglýst Arngerðareyri til sölu.  Um er að ræða gamalt og fallegt steinhús við mynni Ísafjarðar í botni Ísafjarðardjúps. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og er skráð 94 m² að stærð,  byggingarár er skráð 1928 í fasteignaskrá.
Geymsluhús/hlaða við hlið aðalbyggingar er hálfhrunin, skráð stærð 72,3 m².
Núverandi eigendur skiptu um glugga í íbúðarhúsinu fyrir um það bil 10 árum síðan og hafa einnig steypt ofan á svalir/þakið.
Eignin stendur á 2.500 m² leigulóð, leigusamningur gildir til 14.06.2041.

Á Arngerðareyri voru áður mikil umsvif, þarna var höfn og ferjustaður, hótel og verslun. verslunin var útibú frá Ásgeirsverslun á Ísafirði. Húsið mun reist í tíð Sigurðar Þórðarsonar útibústjóra Ásgeirsverslunar, sonar Höllu á Laugabóli.

Arngerðareyri fór í eyði 1966.

Fyrir 11 árum keyptu erlend hjón eignina.

DEILA