Útgáfuhátíð: Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda

Í tilefni útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda verður blásið til útgáfufögnuðar á Ísafirði.
Dagskráin fer fram í Safnahúsinu við Eyrartún á Ísafirði frá kl. 15 til 16:30 laugardaginn 7. október og í Edinborgarhúsinu frá kl. 20:00 til 22:30 sama dag.

Bókin hefur að geyma greinar um bókmenntir og menningu frá miðöldum fram á okkar daga. Greinarhöfundar eru fræðimenn og rithöfundar frá Íslandi, Kanada og Danmörku, og ritstjórar bókarinnar eru dr. Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og staðarhaldari á Hrafnseyri. Bókin er tileinkuð minningu Eiríks Guðmundssonar (1969 – 2022).

Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Háskóla Íslands. Útgáfunni verður einnig fagnað í borginni og mun sá viðburður fara fram í Veröld – húsi Vigdísar, Auðarsal, þann 15. nóvember næstkomandi.




DEILA