Torfnes: búið að leggja gervigras á æfingavöllinn

Æfingavöllurinn Torfnesi.

Búið er að leggja út gervigrasið á æfingavöllinn á Torfnesi. Axel Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar segir að næsta skref verði að sauma saman grrasmotturnar og setja niður merkingar. Vegna veðurs var ekki hægt að líma motturnar. Gervigrasið kemur frá Þýskalandi. Að sögn Axels var einhver möl í fráveitum en fengin var dælubíll og skolað út úr og gekk verkið vel. Hann sagðist búast við því að lokið verði við gervigrasið eftir tvær vikur eða svo.

aðalvöllurinn ekki tilbúinn fyrr en í vor

Búið er að samþykkja tilboð í gervigras a aðalvöllinn og byrjað verður næstu daga á því að grafa fyrir lögnum. Fletta þarf grasi af vellinum og 30 cm af jarðvegi. Síðan verður sett frostfrítt undirlag og ofan á það gúmmipúði. Axel taldi að það yrði ekki hægt fyrr en í vor en markmiðið væri að gera jarðvinnuna klára.

Miðað við þessi svör verður gervigrasið ekki lagt á aðalvöllinn fyrir en næsta vor.

Aðspurður um hitalagnir sagði Axel að orkukostnaðurinn væri of mikill 20 – 25 m.kr. á ári og því yrðu þær ekki lagðar. Auk þess haldi hitalagnirnar aðeins frostfríu en bræði ekki snjóinn af vellinum.

Æfingavöllurinn á Torfnesi. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA