Samgönguáætlun: ferjubryggjur rifnar – eða ekki

Fjárveitingar næstu árin í ferjubryggjur skv. tillögu að samgönguáætlun.

Í Samgönguáætlun fyrir árið 2024 – 2028 sem lögð hefur verið fram á Alþingi segir í greinargerð á bls 99 að á tímabilinu sé gert ráð fyrir að endurbyggja ferjuaðstöðuna í Mjóafirði [á Austfjörðum] og rífa ferjubryggjur við Ísafjarðardjúp sem eru aflagðar.

Bæjarins besta spurðist fyrir um það hjá Vegagerðinni hvaða ferjubryggjur í Djúpinu stæði til að rífa. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að misfarist hafi að eyða út einni setningu úr greinargerð samgönguáætlunar, þeirri rauðlituðu. Það stendur því ekki til að rífa ferjubryggjurnar í Djúpinu. Hins vegar verða settir fjármunir í ferjubryggju á Brjánslæk.

DEILA