Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í slipp

Ljósmynd úr safni af Bjarna Sæmundssyni. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Eins og kunnugt er strandaði rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, við Tálknafjörð að kveldi fimmtudagsins 21. september, síðastliðins.

Fumlaus og fagleg vinnubrögð í þeim aðstæðum sem sköpuðust urðu til þess að engin slys urðu á fólki og vel tókst til að bjarga skipinu af strandstað.

Búið er að skera úr skrokknum fyrir viðgerð.

Svo heppilega vildi til að skipið komst í slipp í Reykjavík mánudaginn 25. september til viðgerða. Verkinu miðar vel, vinna við viðgerðir er hafin og útvegun varahluta er lokið.

Gert er ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku.

Þá halda verkefni ársins áfram og þau kláruð samkvæmt settri rannsóknaáætlun. Hafrannsóknastofnun var tryggð fyrir þessu tjóni. 

DEILA