OV: boranir hefjast á Patreksfirði um mánaðamótin

Frá Tungudal. Myndir: Eggert Stefánsson.

Borunun er lokið í Tungudal í Skutulsfirði á vegum Orkubús Vestfjarða. Um var að ræða rannsóknarholur og er markmiðað að finna heitt vatn svo hægt verði að nýta jarðhita til kyndingar í stað raforku annað hvort með beinni nýtingu jarðhitans, eða með því að nota miðlæga varmadælu. Einnig er ætlunin að bora á Patreksfirði.

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir að verið sé að rýna niðurstöður mælinga úr rannsóknarholunum í Tungudal og ekki hægt að segja til um framhaldið þar fyrr en því er lokið. 

Stefnt er að því að hefja borun á Patreksfirði um mánaðamótin okt./nóv.  Borun á Gálmaströnd í Steingrímsfirði hefst um leið og verktakinn verður tilbúinn með borinn sem á að fara í það verkefni, sem vonandi verður í þessum mánuði.

DEILA