Lögreglan á Vestfjörðum: Óshlíðargöng ?

Í byrjun mánarðins birti Lögreglan á Vestfjörðum færslu á facebook síðu sinni um brunaæfingu í Óshlíðargöngum og að göngin yrðu lokuð um stutta stund af þeim sökum.

Bæjarins besta innti lögregluna eftir hvers vegna göngin væru nefnd Óshlíðargöng í færslunni þar sem opinbera heiti þeirra er Bolungavíkurgöng. Spurt var hvort lögreglan viðurkenndi ekki það nafn.

Í svörum löreglunnar segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og framvegis yrði miðað yrði við hið opinbera heiti Bolungarvíkurgöng.

Færslunni hefur ekki verið breytt.

DEILA