Íslenska málfræðihandbókin mín – Moja prodręczna gramatyka języka islandzkiego

Nýverið kom út hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða handbók um íslenska málfræði með pólskum skýringum, Íslenska málfræðihandbókin mín – Moja prodręczna gramatyka języka islandzkiego.

Höfundur bókarinnar er Joanna Majewska, leikskólakennari á Flateyri. Bók sem þessi hefur ekki verið gefin út fyrr hér á landi og er því full ástæða til að fagna útgáfu hennar. Það ætlum við í Fræðslumiðstöðinni að gera fimmtudaginn 12. október n.k. kl. 17:00.

Þar mun höfundur bókarinnar og aðrir sem komið hafa að útgáfunni segja stuttlega frá verkefninu.

Kynningin verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 Ísafirði og er öllum opin. Pólskumælandi fólk sem og þau sem koma að kennslu íslensku sem annars máls eru sérstaklega hvött til að mæta.

Höfundur bókarinnar, Joanna Majewska, samdi handbókina samhliða námi sínu í íslensku. Hún flutti til Íslands árið 2006 og hóf fljótlega að sækja íslenskunámskeið á Flateyri. Í Póllandi hafði hún lokið meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræði frá pólskum háskóla.

Frá árinu 2011 hefur Joanna starfað við leikskóla. Árið 2012 fékk hún háskólanám sitt í Póllandi viðurkennt af ENIC/NARIC upplýsingastofu Íslands sem sambærilegt við meistaragráðupróf frá íslenskum háskólum.

Hún stóðst íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt árið 2014 og 2015 öðlaðist hún leyfi til nota starfsheitið framhaldsskólakennari í uppeldisfræði. Joanna hefur sótt ýmis námskeið í leikskólafræðum á síðustu árum samhliða starfi sínu við leikskólann Grænagarð á Flateyri.

DEILA