Ísafjörður: erfiðlega gengur að fá samþykkta byggingu á Ártungu 3

Tunguhverfi á Isafirði.

Í sumar vísaði byggingarfulltrúi til Skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar húsbyggingu á lóðinni Ártungu 3 í Skutulsfirði. Nefndin óskaði eftir frekari gögnum, þ.e afstöðumynd er sýnir fjarlægð frá
mannvirki að aðliggjandi lóðum og mannvirkjum.

Hönnuður hefur nú skilað inn uppfærðum aðaluppdráttum þar sem umbeðnar fjarlægðir eru sýndar. Hefur húsið verið fært 800 mm til suðurs og 1100 mm til vesturs. Við þessar breytingar mun húsið standa 1900 mm utan byggingarreits. Við þessar breytingar fer fjarlægðin við Ártungu 1 úr þeim 6 metrum, sem verður þá til þess að ekki er þörf á hönnun m.t.t gr. 9.7.5 byggingarreglugerðar er fjallar um bil á milli húsa.

Ekki var skipulags- og mannvirkjanefnd ánægð með þesssa tilögu og bókað er að ekki verði séð að ný tillaga samræmist betur deiliskipulagsskilmálum. Frávik við núverandi byggingarreit sé of mikið, götumynd skerðist og u.þ.b. 13 fermetrar standa af mannvirki út fyrir byggingarreit.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að tillaga á uppdrætti dags. 20. september 2023 verði samþykkt. Hönnuður skal hanna byggingu í samræmi við skilmála í kafla 9.7 núverandi byggingarreglugerðar „Varnir gegn útbreiðslu elds milli bygginga.“

Málinu var vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afstöðumynd af Ártungu 3.

DEILA