Ísafjarðarbær : vilja semja áfram við Ísófit ehf

Frá undirskrift samningsins milli Isofit og Ísafjarðarbæjar árið 2020 um styrk til reksturs líkamsræktarstöðvar.

Aðeins einn aðili, Ísófit ehf, sótti gögn og gerði tilboð í rekstur líkamsræktarstöðvar á Ísafirði. Bauð fyrirtækið kr.15.120.000.- fyrir að veita þjónustuna á tímabilinu 1. október 2023 til 30. september 2026. Í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs segir að Ísófit ehf. uppfyllir allar þær kröfur sem Ísafjarðarbær fór fram á í verðfyrirspurninni.

Tilboðsfjárhæðin jafngildir 420 þúsund kr. stuðningi á mánuði.

Málið var lagt fyrir bæjarráð í gær og samþykkti bæjarráðið að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð Ísófit ehf. um rekstur líkamsræktar á Ísafirði og geymslu og umsjón tækja Ísafjarðarbæjar frá 1. nóvember 2023 til 31. október 2026.

DEILA