Ísafjarðarbær: tekjur af skemmtiferðaskipunum langt umfram spá

Skemmtiferðaskipið Rotterdam á Sundabakka.

Tekjur Ísafjarðarhafnar af skemmtiferðaskipum voru í lok september 132,5 m.kr. umfram áætlun ársins samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaði fjármálastjóra bæjarins. Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að tekjurnar verði 300 m.kr. af 200 skipakomum. Í fyrra voru tekjurnar 200 m.kr. Samkvæmt þessu verða tekjurnar tvöfalt meiri í ár en í fyrra.

Að frátöldum auknum útgjöldum hafnarsjóðs verður rekstrarniðurstaðan 105 m.kr. betri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun og hækkar úr 100 m.kr. í 205 m.kr.

Vegna þessa tekjuaukna verður niðurstaða A hluta fyrir 2023 betri en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir þrátt fyrir ýmsa viðauka við fjárhagsáætlunina. Rekstrarniðurstaðan verður 62,5 m.kr. í stað 33,9 m.kr. Niðurstaða samanlagðs A og B hluta verður einnig betri og er nú talin verða 311,8 m.kr. í stað 233,5 m.kr.

Fjármálastjóri segir ljóst að vegna tekjuaukans muni hafnarsjóður ekki þurfa nýta áætlaða lántöku í viðauka 4 sem ætlað var að mæta auknum framkvæmdum vegna stækkunar Sundabakka.

DEILA