Fjármálaráðherra segir af sér

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt af sér embætti í kjölfar þess að álit Umboðsmanns Alþingis var birt. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi verið vanhæfur í sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka.

Bjarni sagðist vera ósammála umboðsmanni en vilji virða álit hans. Að sögn Bjarna hefst þegar í dag ákveðið ferli varðandi ráðherraskipti. Halda verður ríkisráðsfund, sem er sameiginlegur fundur ríkisstjórnar og forseta Íslands, og leysa Bjarna Benediktsson frá störfum og skipa annan í hans stað.

Ekki er vitað á þessari stundu hvert framhaldið verður, en Bjarni gæti fært sig yfir í annað ráðuneyti eða verið utan ríkisstjórnar. Þá hefur ekkert verið sagt um stöðu hans sem formann Sjálfstæðisflokksins.

DEILA