Bolungavíkurhöfn: 2.116 tonnum landað í september – 58% lax

Novatrans í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Met var sett í Bolungavíkurhöfn í september en þá var landað 2.116 tonnum af bolfiski. Eldislax var 1.221 tonn þar af eða 58% af öllum aflanum og 895 tonnum af villtum veiddum fiski.

Hið nýja laxasláturhús Arctic Fish er komið í góðan rekstur norska skipið Novatrans kemur daglega með lax úr eldiskvíum til slátrunar.

Þorlákur ÍS sem er á snurvoð varð aflahæstur í september og landaði 199 tonnum í 12 róðrum. Línubáturinn Kristján HF var með 180 tonn í 15 veiðiferðum. Annar línubátur Fríða Dagmar ÍS kom með 151 tonn í 16 róðrum. Jónína Brynja ÍS var með 64 tonn í 9 róðrum. Snurðvoðarbátarnir Saxhamar SH og Magnús SH voru með 86 tonn og 91 tonn.

DEILA