Bolungavíkurhöfn: 1.610 tonn af laxi í september

Novatrans í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.610 tonnum af eldislaxi í Bolungavíkurhöfn í september. Á laugardaginn var sagt frá því á Bæjarins besta að 1.221 tonnum hefði verið landað af laxi í mánuðinum en borist hefur leiðrétting á aflatölunum frá Bolungavíkurkaupstað. Það vantaði 389 tonn af laxi í tölurnar svo alls voru það 1.610 tonn af eldislaxi sem bárust á land í september.

Til viðbótar eldisfiskinum var landað 895 tonnum af öðrum bolfiskafla svo samtals komu 2.505 tonn af fiski til hafnar í Bolungavík. Eldislaxinn, sem slátrað var í Drimlu, nýja sláturhúsi Arctic Fish var 64% af öllum afla mánaðarins.

DEILA