Útgáfutónleikar Ólafs Kristjánssonar á miðvikudaginn

Útgáfutónleikar með lögum Ólafs Kristjánssonar, Óla Kitt, Óla Bæjó, eða Óla Böddu eins og sumir myndu segja, fyrrverandi bæjarstjóra í Bolungarvík, verða haldnir í sal FÍH, Rauðagerði 27, miðvikudaginn 27.september 2023 kl. 20:00
Hljóðfæraleikarar eru Halldór Smárason, píanóleikar, Bjarni Sveinbjörnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson Trommuleikari.
Leikin verða lög Ólafs sem Halldór Smárason skrifaði upp og eru núna tilbúin í bók og voru hljóðrituð á síðasta ári.
Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Bókina/diskinn er hægt að nálgast á útgáfutónleikunum og kostar kr. 5.000.

DEILA