Tónlistarfélag Ísafjarðar auglýsir styrki til tónleikahalds í Hömrum

ónlistarfélag Ísafjarðar auglýsir styrki til tónleikahalds í Hömrum veturinn 2023-2024. Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2023. Nánari upplýsingar á duik@simnet.is og tonis@tonis.is

Hamrar – tónlistar- og ráðstefnusalur

Salurinn tekur 100-150 manns í sæti. Í honum er svið og góð baksviðsaðstaða. Í Hömrum eru tveir flyglar og fjölmargir tónleikar haldnir, bæði á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarfélags Ísafjarðar og ýmissa annarra aðila. Þar hafa einnig verið haldnar leiksýningar, afmælis- og brúðkaupsveislur, námskeið, fundir og ráðstefnur af ýmsu tagi. Í salnum er mjög góður hljómburður.

Tónlistarfélag Ísafjarðar

Tónlistarfélagið hefur það að markmiði er að efla tónlistarstarfsemi og tónlistaráhuga í Ísafjarðarbæ og eiga samvinnu við tónlistarfólk.
 Helstu verkefni félagsins eru umfangsmikið tónleikahald og húsnæðismál Tónlistarskólans.
 Haldnir eru fernir áskriftartónleikar á hverju starfsári félagsins, en einnig stendur félagið fyrir ýmsum öðrum tónleikum, oft í samvinnu við aðra. Félagið aðstoðar einnig með ýmsum hætti listamenn sem vilja halda tónleika hér vestra á eigin vegum. 
Stofnfundur Tónlistarfélags Ísafjarðar var haldinn 20. maí 1948 að heimili Jónasar Tómassonar, bóksala, organista og tónskálds.

Tónlistarskóli Ísafjarðar

Tónlistarskóli Ísafjarðar er einn af elstu tónlistarskólum landsins. Hann var stofnaður árið 1948 að tilhlutan Tónlistarfélags Ísafjarðar og þó einkum fyrir frumkvæði Jónasar Tómassonar, tónskálds, organista og bóksala á Ísafirði. Áður hafði Jónas stofnað tónlistarskóla haustið 1911, sem mun hafa verið fyrsti tónlistarskóli landsins, en sá skóli hætti störfum vorið 1918 eftir frostaveturinn mikla.
Markmið Tónlistarskóla Ísafjarðar er að veita almenna tónlistarfræðslu, einkum í hljóðfæraleik, og vinna að eflingu tónlistarlífs á Ísafirði með ýmsu móti.

DEILA