Galleri úthverfa: Hjördís Gréta Guðmundsdóttir

vad jag hade föreställt mig
23.9 – 22.10 2023

Laugardaginn 23. september kl. 14 verður opnuð sýning á verkum Hjördísar Grétu Guðmundsdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið vad jag hade föreställt mig og stendur til sunnudagsins 22. október.  Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar.  

Á málverki er útsaumur. Hann er fléttaður í gegnum grunninn, sem myndar hnit. Áður en grunnurinn verpist er hnitið búið að telja skref merkinga, sem ferðast um tíma og hafa staðnað hér í eftirvæntingu.

Það sem ég hafði ímyndað mér, voru kyrralífsmyndir af steingerðum formum útsaumsverka frá ýmist sautjándu og átjándu öld. Bogar, krókar og örvar eru mótífin sem mynda sögurammann á útsaumsverkunum og eru blá á litinn. Það er í gegnum þessi form sem ég hef reynt að snerta á því sem ég skil vera tíma, og tímarúm. Fléttusaumur, eða fléttusporið; vörpun boga/örva sem ganga í áttir, og á bakhlið beinar línur þvert á sína birtu hlið, hefur verið mitt áhugasvið.

DEILA