Merkir Íslendingar – Guðlaugur Jörundsson

Guðlaug­ur Heiðar Jör­unds­son fædd­ist þann 12. ág­úst 1936 á Hellu á Sel­strönd, Strandasýslu,

For­eldr­ar hans voru hjón­in Jör­und­ur Gests­son, bóndi á Hellu, f. 1900, d. 1989, og Elín Sig­ríður Lár­us­dótt­ir frá Álfta­gróf í Mýr­dal, f. 1900, d. 1983.

Guðlaug­ur nam í Tón­list­ar­skóla Ísa­fjarðar á org­el og varð síðar org­an­isti víða á Strönd­um. Jafn­framt lauk hann söng­kenn­ara­prófi við KÍ og námi við söng­mála­skóla Þjóðkirkj­unn­ar. Hann samdi mörg lög, meðal ann­ars við ljóð Jör­und­ar föður síns. Hann lék á mörg hljóðfæri auk org­els, m.a. harmónikku og gít­ar.

Guðlaug­ur var hvað þekkt­ast­ur fyr­ir mód­el­smíði sína, en hann þótti ein­stak­lega vand­virk­ur og snjall mód­elsmiður og þjónaði m.a. arki­tekt­um og skipu­lags­yf­ir­völd­um. Hann vann um skeið á Mód­el­vinnu­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar en stofnaði síðan eig­in vinnu­stofu.

Meðal mód­el­verk­efna hans má nefna Perluna, Ráðherra­bú­staðinn, Þvotta­laug­arn­ar í Laug­ar­dal, Lauf­ás í Vest­manna­eyj­um, Þjóðar­bók­hlöðuna og Borg­ar­leik­húsið.

Eig­in­kona Guðlaugs er Guðrún Val­gerður Har­alds­dótt­ir, f. 1940, bú­sett á Seltjarn­ar­nesi.

Guðlaug­ur Jörundsson lést þann 14.mars  2015.

Morgunblaðið laugardagurinn 12. ágúst 2023.

_____________________________________

Á þessari slóð má sjá grein í Morgunblaðinu 28. júní 1992  um smíði Guðlaugs Jörundssonar á Ráðherrabústaðnum árið 1992.
.
https://timarit.is/page/1767128?iabr=on#page/n17/mode/2up/search/gu%C3%B0laugur%20j%C3%B6rundsson

.

.

DEILA