Ísafjörður: Óhapp í Fjarðarstræti

Á þriðjudaginn varð það óhapp í Fjarðarstræti að bílaleigubíll fór ofan í skurð og skemmdist. Ekki virtist hafa verið merking við skurðinn sem gerði ökumönnum aðvart. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að það verktaki á vegum Orkubúsins sem gróf skurðinn.  „Að sögn verktakans var svæðið merkt sem lokað við gatnamót á Norðurvegi og Fjarðarstræti og einnig hafi verið lokunargrind við skurðinn þegar hann fór frá honum. Ekki er vitað með vissu hvað gerðist með lokunargrindina en talið líklegt að hún hafi fokið til í vindhviðum sem gengu yfir á þriðjudagskvöldið.“

Okkur þykir atvikið miður sagði Elías Jónatansson.

DEILA