Hátíðin á að heita Púkinn

Grunnskólar á Vestfjörðum voru settir í vikunni og eitt af verkefnum nemendanna þessa fyrstu skóladaga var að kjósa um nafn á Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum, sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 11.-22. september.

Farið var inn í alla bekki í öllum skólum með kjörseðla og kosið úr fimm nöfnum sem söfnuðust í vor er kallað var eftir hugmyndum.

Nöfnin sem hægt var að setja x-ið sitt við á kjörseðlinum voru: Askur, Klaki, Krass, Punktur og Púkinn.

Púkanum voru greidd 243 atkvæði, en það var talsverð spenna í atkvæðatalningunni þar sem Klaki fékk 207 atkvæði.

Eftir það tók bilið að breikka og Askur var í þriðja sæti með 150 atkvæði og þar á eftir Krass með 124 atkvæði. Lestina rak Punktur með 57 atkvæði. Ógildir seðlar voru 15 og auðir 8.

Nú er verið að fastmóta dagskrána og enn er hægt að senda inn dagskrárliði 

DEILA