Suðureyri: 37 m.kr. í viðhald grunnskólans vegna myglu

Grunnskólinn á Suðureyri. Mynd: Isafjördur.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að semja við Build Wise ehf um viðhald á Grunnskólanum á Suðureyri.

Tilboð í verkið voru opnuð á skrifstofu Eflu föstudaginn 30. júní, eitt tilboð í verkið barst frá Build Wise ehf. að
upphæð 41.785.102 kr. , kostnaðaráætlun var 35.895. 263 kr.
Eftir yfirferð og leiðréttingar m.v. núverandi verkstöðu er stendur tilboðið í 36. 968.842 kr. /m/vsk. og er það samningsfjárhæðin.

Helstu verkþættir eru eftirfarandi.
Utanhúss:
Endurnýjun þakjárns, borðaklæðningar, þakdúks og einangrunar ofan við andyri
Setja upp snjógildrur
Rífa af báruklæðningu, þétta útveggi, setja upp klæðningu að nýju
Endurnýjun glugga
Innanhúss:
Bollaslípun veggja og hreinsun með oxivir
Einangrun og múrhúð
Endurnýjun kerfislofts að hluta
Sandspars og málning

DEILA