Lóan: fengu nýsköpunarstyrk

Fjögur verkefni á Vestfjörðum fengu úthlutaðan styrk í ár úr sjóði fyrir nýsköpunarstyrki á landsbyggðinni. Áður hefur verið sagt frá styrkjum til Ískalk á Bíldudal og Sjótækni sem fengu 2,5 m.kr. og 4 m.kr.

Einnig fengu styrk tvö önnur verkefni á Vestfjörðum.

Guðfinna Lára Hávarðardóttir á Stóra Fjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum fékk 1.120.000 kr. í verkefnið Skel og Þörungaframleiðsla til nýtingar í landbúnaði. Með verkefninu er áætlað að hringrás næringarferla frá landi til sjávar verði opnuð. Þar eru tækifæri til aukinnar sjálfbærni og rekstrarhagkvæmni í landbúnaði.

Fine Foods Islandica fékk 3.913.104 kr. í verkefnið Virðisaukandi vörur úr íslenskum sjávarafurðum og eldisþangi. Verkefnið snýst um að þróa sjálfbærar framleiðsluaðferðir til að búa til nýjar matvörur til að bæta ljúffengu bragði og næringu við daglegt mataræði. Fyrir Fine Foods Islandica stendur Jamie Lee en Jamie býr á Þorpum í Tungusveit á Ströndum.

Vestfjarðastofa veitti aðstoð við styrkumsóknir.

DEILA