Bolungavík: 437 tonn af strandveiðum í júní

Snábátaflotinn í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 437 tonn af 53 strandveiðibátum í júnímánuði í Bolungavíkurhöfn. Landað var afla 15 daga í mánuðinum. Þrisvar var aflinn minni en 20 tonn og átta sinnum lönduðu strandveiðibátarnir meira en 30 tonnum á dag. Minnst var landað 20. júní aðeins 9,9 tonnum með mest var landað 6. júní en þá komu 39,6 tonn að landi.

Aflahæstur bátanna var Kjarri ÍS 70 frá Bolungavík með 12.203 kg. Næstur var Dagný ÍS 98, Hnífsdal með 11.669 kg og Embla ÍS 69, Ísafirði var með 10.818 kg.

Þrír aðrir bátar lönduðu meira en 10 tonnum í júní. Það voru Erna ÍS 59, Ísafirði 10.569 kg., Jói ÍS 10, Ísafirði 10.369 kg og Logi ÍS 79, Bolungavík með 10.150 kg.

DEILA