Balinn listarými – B T W N L N S

Listsýningin B T W N L N S eftir Carissa Baktay og Litten Nystrøm er opin 25 júní – 31 ágúst  í sumar í Balanum á Þingeyri.

Húsið var byggt 1910 að Brekkugötu 8 Þingeyri en hefur verið óíbúðarhæft og nærri ósnert í yfir tvo áratugi.

Ef þú heimsækir Þingeyri í sumar skaltu endilega kíkja í listarýmið Balann þar sem raunveruleiki fortíðar er í nánum tengslum við listina.

Í B T W N L N S vinna Litten Nystrøm og Carissa Baktay efni og sögur úr Balanum og nágrenni og setja fram niðurstöðurnar í þessari samstarfssýningu.

Í gegnum þemað „aðra heims og framhaldslíf“ velta listamennirnir fyrir sér hvernig þættir fortíðar teygja sig inn í nútímann og halda áfram til hins óþekkta.

Húsið myndast sem rými fjarveru og nærveru, þar sem uppdiktaður sannleikur skekkir skynjun okkar og færir okkur inn í spurninguna: hvað bíður handan raunveruleikans?

Listmunirnir sameinast og rekast á, og hvetja áhorfandann til að leita að eigin niðurstöðum, ummerkjum og ósamhverfum samhverfum.

Sýningin er styrkt af Orkubúi Vestfjarða.

DEILA