Arctic Fish: 100 starfsmenn

Fjöldi starfsmanna hjá Arctic Fish var orðin 100 í lok júnímánaðar og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 20 manns til viðbótar fram að áramótum.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sl. fimmtudag var slátrað töluverðu magni í nýja sláturhúsinu, Drimlu, í Bolungavík þegar framleiðslulínan var keyrð upp tilraunarskyni. Búið að koma út sjótökulögn og frárennslislögn og tengja þær við sláturhúsið og verið er að fergja lagnirnar með miklu magni af sérsteyptum mottum og þungum björgum 7 – 8 tonn að þyngd hvert.

Þessa daga er verið að vinna að lokaúttektum á sláturhúsinu að þeim loknum hefst starfsemin formlega.

DEILA