Afmælismót Daða Guðmundssonar: Karl Þorsteinsson varð efstur

Sex efstu menn mótsins ásamt Daða Guðmundssyni. Mynd: Baldur Smári Einarsson.

Í verbúðinni í Bolungavík fór í dag fram afmælismót Daða Guðmundssonar í skák. Daði varð áttræður fyrr á árinu og var um langt árabil einn af aðalhvatamönnum í öflu skáklífi í Bolungavík.

Þátttakendur voru 14 og var afmælisbarnið meðal þeirra.

Efstur varð Karl Þorsteins með 12,5 vinnina og næstur honum kom Ísfirðingurinn Guðmundur Stefán Gíslason með 11,5 vinninga. Næstu fjórir menn voru félagar Daða í skáklífinu í Bolungavík og sýndu góða takta á skákborðinu.

3.-4. Guðmundur Magnús Daðason með 9,5 vinninga

3.-4. Magnús Pálmi Örnólfsson með 9,5 vinninga

5. Unnstein Sigurjónsson með 8 vinninga

6. Halldór Grétar Einarsson með 7 vinninga

Daði, til hægri að tafli við Stefán Arnalds.
Karl Þorsteins til vinstri glímir við Magnús Pálma Örnólfsson.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA