Ungmennaráð með hamingjudag á Hólmavík

Ákveðið var fyrr á árinu að opinberlega yrði ekki haldið upp á Hamingjudaga á Hólmavík vegna þess hve lítill áhugi virtist vera hjá heimafólki á skemmtanahaldi um þessa helgi.

Stuðningur sveitafélagsins var þó í boði ef einstaklingar eða félagasamtök vildu taka sig saman og bjóða upp á eitthvað öðrum til skemmtunar og gamans. 

Nú hefur Ungmennaráð sveitarfélagsins tekið til sinna ráða. Þau héldu meðal annars ungmennaþing þar sem öllum ungmennum í sveitarfélaginu var boðið til að ræða hvort hægt væri að bjóða upp á einhverja dagskrá á óformlegum Hamingjudögum. 
Ungt fólk í Strandabyggð lætur sig hlutina varða og hrindir því í framkvæmd sem þau vilja sjá verða að veruleika.

Laugardagurinn 8. júlí sem verður Hamingjudagurinn í ár. 


Ýmislegt verður í boði en dagskráin er eftirfarandi

kl. 12-13 Sápurennibraut á Jakobínutúni
kl. 13-14 Andlitsmálning við
kl. 15 Félagsvist í Félagsheimilinu
kl. 17 Polla og Pæju mót 
kl. 21 Brekkusöngur á Toggatúni

DEILA