Tabúinu útrýmt í kvöld

Dagskrá Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal hófst á þriðjudag með frumsýningu á sýningu ársins ,Fransí Biskví, fyrir smekkfullu húsi. Sumardagskráin í Kómedíuleikhúsinu Haukadal heldur áfram í kvöld þegar boðið verður uppá erindi um mikið hitamál, sumsé breytingaskeiðið.

Halldóra Skúladóttir breytingaskeiðsráðgjafi og markþjálfi verður með líflegt og fjölbreytt erindi um breytingaskeiðið í Kómedíuleikhúsinu Haukadal í kvöld kl.20.00. Breytingaskeiðið hefur lengi verið geymt í myrkrinu, lítið mátt tala um þetta óumflýjanlega skeið sem allar konur fara í gegnum á einn eða annan hátt, margar konur upplifa sig einar og fá oft lítinn skilning eða stuðning.

Breytingaskeiðið er meira en bara hitakóf og pirringur, sumar konur finna fyrir líkamshamlandi einkennum sem geta ógnað framtíðarheilsu og atvinnuöryggi. Markmið Halldóru er að fræða fólk, uppræta fordóma og útrýma tabúinu.

Miðaverð á Breytingaskeiðið með Halldóru er 3.500.- krónur. Miðasölusíminn er 891 7025 en einnig er hægt að tryggja sér miða á tix.is

DEILA