Ísafjörður: árásarmanninum sleppt

Málið er til rannsóknar segir Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn á Ísafirði, en það sem liggur fyrir er að lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi á Ísafirði sl. þriðjudag.  Þar var árásarþoli, fullorðinn karlmaður, með áverka, aðallega á höfði, og meintur árásaraðili.  Árásarþoli var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en meintur árásaraðili var handtekinn.  Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu, enda ekki talin fyrir hendi skilyrði til þess að halda honum lengur vegna rannsóknarhagsmuna.  Árásarþolinn var á sjúkrahúsi í gær, eftir því sem best er vitað.  Lögreglan telur málsatvik liggja nokkuð skýr fyrir þó rannsókn sé ekki lokið.

DEILA