Ísafjarðarbær:samningur um sorphirðu framlengdur um tvö ár

Umhverfis- og framkæmdanefnd Ísafjarðarbæjar hefur náð samkomulagi við Kubb ehf um framlengingu sorphirðu um tvö ár og jafnframt um breytingu á samningnum varðandi sérsöfnun á plasti. Leggur nefndin til við bæjarstjórn að framlengja verksamninginn með nýju ákvæði um losun á endurvinnsluhólfi og að verð per losun verði 184 kr. óverðbætt – eða 261 kr. verðbætt til mars 2023.

Á ársgrundvelli hækka greiðslur til Kubbs ehf. vegna sérsöfnunar á plasti um 7,4 milljónir kr. – verðbætt til mars 2023. Kubbur ehf. óskar eftir að greiðslur vegna sérsöfnunar á plasti og pappa verði frá 1. janúar 2023.

Að auki verður hækkun á samningi vegna breytinga magnskrá sem kom í ljós við ílátatalningu bæjarstarfsmanna í október 2022. Breyting á magnskrá hækkar greiðslur til Kubbs ehf. um 3,2 milljónir kr. á ári.

Þá kaupir bærinn innri hólf endurvinnslutunnunnar með 50% afslætti samtals 1.250.000 kr.

Frá og með 1. janúar 2023 greiðir úrvinnslusjóðir fyrir sérstaka söfnun – annars vegar söfnun á plasti og pappa við heimahús hins vegar söfnun á plasti, pappa, gleri og málmum úr grenndargámum og söfnunarstöðvum. Þessar greiðslur renna beint til sveitarfélaganna og greiðslur eiga að berast á þriggja mánaða fresti. Þessi greiðsla er áætluð 2,2 m.kr. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

DEILA